Flýtilyklar
Toblerone-skandall vekur upp hneyksli
Nýleg breyting á Toblerone súkkulaðistykkinu hefur valdið gífurlegum usla ef marka má ummæli netverja, en þeir keppast nú um að lasta súkkulaðistykkið heimsþekkta.
Mótlætið við breytingu Toblerone súkkulaðistykkisins má rekja til þess að bilið milli súkkulaði-tindanna hefur breikkað, til að samsvara hærri framleiðslukostnaði, án þess þó að neysluverðið hefur lækkað.
Eftir breytingarnar eru 400 gramma súkkulaðið nú 360 grömm, og 170 gramma súkkulaðið orðið 150 grömm.
Ljóst er að fólki er heitt í hamsi þegar kemur að breytingunum, en tístum merkt myllumerkinu #Toblerone hafa stórfjölgað í dag vegna breytinganna, og dæmi af slíkum tístum má sjá að neðan.
Íslenskir aðdáendur súkkulaðisins þurfa þó ekki að örvænta, þar sem nýja súkkulaðið hefur einungis dokað upp í Bretlandi.
#toblerone #brexit I told you that leaving the EU would have serious consequences. Now I' m really upset. pic.twitter.com/w81cWYpNl4
— Mark Greenwood (@markcjgreenwood) November 8, 2016
#Toblerone in another 3 years: pic.twitter.com/EUmhB5x1FP
— Lisa (@biscuitahoy) November 8, 2016
The guy who redesigned the #Toblerone pic.twitter.com/s55GVIMnCI
— Mark Amies (@Superfast72) November 8, 2016
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir