Flýtilyklar
Tyrkir granda rússnenskri herflugvél - Myndband
Fyrr í morgun greindi BBC frá því að tyrknenski herinn hefði skotið niður rússnenska Sukhoi Su-24 herflugvél yfir landamærum Tyrklands og Sýrlands.
Fulltrúar tyrnenska hersins fullyrða að rússnenska herflugvélin hafi verið í tyrkneskri lofthelgi í leyfisleysi. Því neita rússnensk yfirvöld en þau telja að flugvélin hafi einungis verið í sýrlenskri lofthelgi og segjast hafa gögn til þess að sanna það. Tyrknensk yfirvöld gefa það hins vegar út að F-16 flugvél þeirra hafi skotið niður óþekkt flugfar eftir að hafa viðvarað það 10 sinnum á fimm mínútna kafla að flugfarið væri að misnota tyrknenska lofthelgi.
Mynd: Guns.com
Myndband af Su-24 vélinni hrapa til jarðar má sjá hér.
Flugvélin hrapaði í Latakia héraði í Sýrlandi, rétt sunnan við tyrknensku landamærin. Verið er að leita af flugmönnum vélarinnar en talið er að flugmennirnir hafi náð að skjóta sér úr vélinni rétt áður en hún brotlendi og eru núna í haldi uppreisnamanna í Latakia, svæði sem er undir þeirra stjórn. Spurningar hafa vaknað um það hvort að leiðsagnarkerfi flugvélarinnar hafi verið bilað en einnig má setja spurningamerki yfir vilja og viðbúnað tyrknenskra yfirvalda til að granda ‘óþekktu flugfari’ á svona skömmum tíma.
Tyrkir hafa ekki verið feimnir við að láta það í ljós að þeir vilji fá forseta Sýlands, Bashar al-Assad burt frá völdum. Þeir eru taldir hafa grandað tveimur sýrlenskum loftförum yfir tyrknenskri lofthelgi á þessu ári en Tyrkir hafa gefið það út að þeir muni ekki hika við að granda þeim loftförum sem misnota lofthelgi þeirra. Rússar, undir stjórn Pútins, eru á hinn bóginn dyggir stuðningsmenn Bashar al-Assad Sýrlands forseta. Vladimir Pútin hefur gefið það opinberlega út, ásamt flestum heimsleiðtogum, að hann muni einungis ráðast gegn hryðjuverkahópum. Skiptar skoðanir virðast hins vegar vera um það hverjir hinir raunverulegu hryðjuverkahópar eru, því frá upphafi þátttöku Rússlands í Sýrlandstríðinu hafa þeir beint skotum sínum að uppreisnarhópum sem eru að reyna að koma Assad frá valdi. Þessir sömu uppreisnarhópar, flestir styrktir af vesturvöldunum, hafa einnig gefið það opinberlega út að þeir beini vopnum sínum eingöngu að hryðjuverkahópum. Samkvæmt yfirlýsingum ráðamanna eru augljóst að allir þeir sem standa í vegi viðkomandi ríkis eru hryðjuverkamenn og í flestum af sömu yfirlýsingum er lofað öllum hryðjuverkamönnum dauða. Úr þeim orðum má lesa að stríðið í Sýrlandi mun ekki ljúka fyrr en annar hryðjuverkahópurinn vinnur sigur með tilheyrandi slátrun á saklausum borgarbúum(hryðjuverkamönnum).
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir