Úkraínu aftur refsað fyrir kynþáttaníð

Leikvangurinn í Kiev - Mynd: photoe.kiev.ua

Knattspyrnusamband Úkraínu (e. Football Federation of Ukraine, FFU) var á dögunum dæmt að greiða knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, 97.000 evrur eða 13.592.610 krónur í sekt vegna kynþáttaníð stuðningsmanna í 0-1 tapi fyrir Spán í Kiev í október. Stuðningsmenn Úkraínu höfðu einnig sett upp ólöglega borða og skilti ásamt því að beina laser geislum að leikmönnum andstæðinganna. Úkraína mun því leika næsta keppnisleik sinn í UEFA keppni fyrir tómum velli. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Úkraína lendir í vandamálum vegna kynþáttafordóma en landslið þeirra verður líka að spila næsta leik sinn í alþjóðlegri keppni FIFA fyrir luktum dyrum eftir kynþáttaníð stuðningsmanna í leik í undankeppni HM 2014 gegn San Marínó.

Úkraínska landsliðið á tómum knattspyrnuvelli

Mynd: Sergei Supinsky / AFP / Getty Images

Næsti heimaleikur Úkraínu í FIFA keppni er einmitt gegn Íslandi þann 5. september 2016. Það munu því engir áhorfendur vera á þeim leik og ljóst að enginn íslenskur stuðningsmaður fær að fylgja liðinu út. 

Síðastliðin miðvikudag var Dynamo Kiev dæmt að greiða 100.000 evrur eða 14.013.000 krónur í sekt og spila næstu tvo evrópuleiki sína fyrir luktum dyrum eftir kynþáttaníð stuðningsmanna. Myndbandsupptökur sýndu stuðningsmenn Dynamo Kiev ráðast að fjórum dökkum stuðningsmönnum liðsins en þetta er í þriðja skipti á þremur árum sem liðið er dæmt til að leika heimaleiki sína með enga áhorfendur.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir