Eru dagar David Moyes taldir á Old Trafford?

David Moyes
"Við erum hörmulegir, við erum á hörmulegum stað í deildinni og ekki með í bikarnum, þetta er erfið staða", sagði Van Persie, framherji Manchester United eftir leikinn í gegn Olympiakos í meistaradeildinni síðasliðið þriðjudagskvöld.

Moyes er á 6 ára samningi hjá United og skiptar skoðanir eru á því hvort hann sé hæfur til að stýra liðinu í gegnum það tímabil. Þetta tímabil hefur valdið miklum vonbrigðum og liðið situr í 7. sæti Ensku úrvaldsdeildarinnar og eru þeir þá einnig dottnir út úr báðum bikarkeppnum Englands. Eftir leikinn gegn Olympiakos verður framhaldið í Meistaradeildinni erfitt fyrir United, en þeir eiga seinni leikinn eftir sem fer fram á Old Trafford og þurfa þeir á allavega 2-0 sigri að halda þar til að eiga einhverja möguleika. 

Tólf leikir eru eftir hjá liðinu á þessari leiktíð ef seinni leikurinn gegn Olympiakos er tekinn með og hefur Moyes þá leiki til að sanna sig fyrir stjórn félagsins.

Eftir að Moyes tók við að Sir Alex Ferguson þá hefur frammistaða liðsins ekki staðið undir væntingum og vilja stuðningsmenn liðsins að hann verði látinn fara, en breskir fjölmiðlar vilja meina að staða hans hjá félaginu sé örugg.

Deilt er um það hvort leiktímabilið hafi farið betur ef að Ferguson hefði stýrt liðinu og fyrir áhugasama þá er hægt að skoða rökræður hér: 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir