Eru nemar haldnir sjálfspíningarhvöt?

Jólapróf, verkefnaskil, lestur, glósur, svefnleysi eru það fyrsta sem kemur í huga manns þegar jólaprófin nálgast.

Facebook fyllist af myndum og stöðuuppfærslum þar sem fólk (eða maður sjálfur) örvæntir og hálf grætur yfir lyklaborðinu vegna þreytu eftir langan lærdómsdag. 

Sumir taka "all nighterinn" á lærdóminn og sofa lítið sem ekkert í eina til tvær vikur og síðan þegar öllu er lokið þá lítur maður til baka og hugsar "hvað gerðist". Allt tímaskyn fer úr skorðum, lítil samskipti við vini og vandamenn og ljótan-jú prófljótan mætir á svæðið! Vistmenn heimilisins setja á sig furðusvip ef maður vogar sér að klæðast gallabuxum í próftörninni-það má ekki, joggingbuxurnar og hársnúðurinn verða að vera á sínum stað, þó verður að muna að stunda bað eða sturtuferðir reglulega til að heimilismeðlimir fái ekki endanlegt ógeð af námsmanninum.

Mataræðið fer allt úr skorðum, kaffibollunum og orkurdrykkjunum fjölgar og meistaramánuðurinn sem var haldinn heilagur í síðasta mánuði er allur farinn í súginn eftir sukk og svínerí en skyndibiti og súkkulaði heldur námsmanninum vel við efnið-ekki má gleyma sælgætismolum sem læðast inn á milli-þar kemur sterki brjóstsykurinn sterkur inn!

Kæri námsmaður, gangi þér vel í prófvertíðinni-mundu að þetta tekur enda og já það er leyfilegt að öskra og dansa stríðsdans þegar síðasta prófinu hefur verið skilað til prófdómara eða kennarans.

Góðar stundir. Rannveig Jónína Guðmundsóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir