Eru pokar bara pokar?

Brot af því úrvali poka í dag
Um daginn fór ég að spá í plastpokum og öðrum pokum en ekki af ástæðulausu. Það var nefnilega hálfgerð tilviljun að þessi hugsun skaust í kollinn á mér.
Já það var nefnilega þannig að ég stóð í röð í Bónus, eins og oft vill gerast þegar maður stendur í röð þá þarf maður að bíða eftir að sá sem stendur fyrir framan sig er afgreiddur svo maður fái afgreiðslu. Það sem skyldi svo okkur að, mig og manninn fyrir framan mig var að hann var með sinn eigin innkauparpoka sem hann getur notað aftur og aftur fyrir þær vörur sem hann kaupir. Ég hins vegar kaupi alltaf plastpoka undir minn varning og nota hann aðeins einu sinni og þá fór ég að hugsa. Afhverju er ég ekki svona sniðugur eins og þessi maður. Með þessu móti myndi ég bæði spara pening og vera umhverfisvæn manneskja. Í kjölfarið á þessari hugsun kom svo önnur sem sló mig jafnvel meira. Eg fór nefnilega að spá í ef þessi maður kaupir aldrei plastpoka hvar fær hann þá ruslapoka? Þessi pæling heltók mig næstu daga þannig að ég ákvað að fara spurjast um málið við fólk úti samfélagninu og sjá hvort ég myndi finna einhver svör og róa huga minn. Svörin sem ég fékk hjálpuðu mér það mikið að jafnvel fleiri pælingar fæddust og núna er ég alveg enn ruglaðari á þessu öllu. Mér skyldist að plastpokar væru aðeins notaðir fyrir venjulegt rusl, hitt er allt flokkað og eru þá til sérstakir grænir pokar og annað til fyrir sérstakt rusl.

Núna stend ég frami fyrir því að vita jafnvel minna um þessi mál, eins og hvað er venjulegt og sérstakt rusl, í hvað setur maður allt þetta flokkunar rusl ef ekki venjulega plastpoka, hvað fer þá í venjulegu ruslatunnuna fyrir utan hjá manni ef allt er flokkað og ennþá hef ég ekki hugmynd um hvernig maðurinn fyrir framan mig í röðinni fær þessa fáu ruslapoka sem hann þarf samt sem áður.

Kanski er það bara ég sem er svona úr takti við nútímann en ég vill meina að það sé vegna skorts á upplýsingum. Ef til vill væri ekki vitlaust að halda reglulega námskeið fyrir fólk eins og mig sem skilja ekki hvernig pokamenningin virkar í dag.

Takk fyrir mig, Jóhann Skúli Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir