Estelle djammdrottning?

Nýbakađir foreldrar međ Estelle (mynd: www.kungahuset.se)

Ekki eru allir jafn ánægðir með nafn litlu prinsessunnar og ríkisarfa sem fæddist í Svíaríki í gær, en hún fékk  nafnið Estelle Silvia Ewa Mary. Veðbankar þar ytra voru búnir að hafa mikið að gera og  voru nöfn eins og  Alice, Sophie, Eleonora, Silvía, Birgitta, Margaretha, Magdalena og Ulrika ofarlega á lista.

Þó svo almenn gleði sé yfir þessu nýja og nýtískulega nafni þá hefur sagnfræðingurinn Herman Lindqvist látið óánægju sína í ljós og er ekkert að skafa af því þegar hann líkir nafninu við skemmtistaða- eða djammdrottningu.  Samkvæmt Lindqvist er ekki hægt að líta á Viktoríu og Daníel sem venjulega foreldra sem geta nefnt börnin sín hvað sem þau vilja, heldur er verið að finna nafn á framtíðardrottningu sem tilheyrir sögu Svíþjóðar og verður því að vanda valið vel.

Hvort Estelle eigi eftir að standa undir nafni sem djammdrottning eður ei, mun svo tíminn leiða í ljós.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir