Facebook kemur upp um fjölkvæni

Richard Leon Barton - Mynd: mlive.com
Glæpamenn eiga það til að gera heimskulega hluti og koma þar með upp um sig, hvort sem glæpurinn heppnast eða ekki. Bandaríkjamaðurinn Richard Leon Barton er gott dæmi um þetta en hann braut sitt annað skilorð með heldur óvenjulegum hætti.

Barton hafði upphaflega brotið af sér í Michigan og var þar á skilorði. Hann braut það skilorð hinsvegar með því að flytja til Rhode Island en þar giftist hann konu sem hann kynntist í gegnum netið. Lögreglan handtók hann þegar hún hafði upp á honum og sendi hann aftur til Michigan svo hann gæti afplánað sína refsingu.

Hann sneri hinsvegar aldrei til Rhode Island þegar hann hafði lokið sínum fangelsistíma heldur fann ástina á ný í Michigan. Í stað þess að skilja við fyrri konu sína, ákvað hann að eyða henni út a vinalista sínum á Facebook og giftist svo í kjölfarið annarri konu.  Hann hafði reyndar talað um það símleiðis og í bréfum að hann vildi skilja, en gerði aldrei neitt í málunum.

Þegar fyrri konan tók síðan eftir því að hann hafði eytt sér út af vinalistanum fór hún að grafast fyrir. Hún fann brúðkaupsmyndir úr seinna brúðkaupi Bartons á Facebook og hafði í framhaldi af því samband við lögregluna á Rhode Island þar sem hún vissi ekki hvað annað hún gat gert.

Lögreglan hafði samband við kollega sína í Michigan sem síðan handtók Barton. Af hverju? Hann hafði brotið skilorð í annað skipti og nú með fjölkvæni en refsing við því getur verið allt að fjögurra ára fangelsisvist.

Seinni eiginkonan var víst furðu lostin þegar Barton var handtekinn en hún hafði staðið í trú um að hann hefði skilið við fyrstu eiginkonuna.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir