Fć ađ ganga í dýrum fötum

Elín Sigurđardóttir - Myndir Ingibjörg Snorra
Segir Jóhannes Torfason bóndi að Torfalæk í Húnavatnssýslu meðal annars um kosti þess að vera giftur forstöðumanni Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

"Rykfallin geymsla eða virk menntastofnun" var heiti erindis sem Elín S Sigurðardóttir, bóndi á Torfalæk í Húnavatnsýslu og forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, flutti í dag í sal Listasafns Ísafjarðar á 2. hæð Gamla sjúkrahússins.

Fór Elín yfir sögu og starfsemi safnsins og spjallaði við gesti að loknu erindi. Landpósturinn var á svæðinu og ákvað að taka Jóhannes Torfason, bónda að Torfalæk tali, eiginmann Elínar, en hún hafði nóg að gera við að heilsa heimafólki.

Jóhannes Torfason bóndi með meiru

Beinast lá við að spyrja, hvernig gekk að komast burt frá búskapnum. Sagðist hann búa svo vel að hafa góðan nágranna, einhleypan og barnlausan og hefði hann leyst hann af svona af og til undanfarin 12-14 ár. Það væri einn smá vandi með afleysingarmanninn, hann væri í svo mörgum kórum, sem fylgdu kórferðalög og þá þyrfti Jóhannes að passa að halda sig heima við.

Hann segist stundum vera kallaður tengdasonur Ísafjarðar, en núna sé hann einkabílstjóri forstöðumanns Heimilisiðnaðarsafnsins. Segir hann því fylgja marga kosti, hann hafi til dæmis fengið að ganga í rosalega dýrum fötum. Blaðamaður bað um frekari útskýringar og sagði Jóhannes að hann hafi óvænt stokkið inn sem „sýningaherra“ á þjóðbúningasýningu, sem fram fór á safninu í sumar og kostuðu fötin sem hann var í rúma hálfa milljón.

Jóhannes segir Elínu hafa flutt á Torfalæk frá Ísafirði 1968 og verið þar síðan. Hjónin eru bæði öflug í félagslífinu og segir hann býlið í dag vera undir meðallagi að stærð, en hafi verið með þeim stærstu fyrir 40 árum. Jóhannes segir að fólki finnist hann ekkert hafa að gera eftir að hann er búinn  í morgunfjósinu fram að kvöldmjöltum og telji það „fínt að láta karlinn gera eitthvað“, eins og hann orðar það.

Hann er meðal annars í stjórn Auðhumlu, sem er afurðasölufélag, í forsvari fyrir fasteignafélag á Blönduósi, en skemmtilegast  sé í norrænum félagsskap áhugafólks um nautgriparækt. Þar hefur hann verið formaður Íslandsdeildar í 20 ár og komið á staði eins og norður við heimskautsbaug í Finnlandi, Lofoten í Noregi og síðast fóru þau suður við landamæri Þýskalands í Danmörku, þar sem hægt var að hafa hvorn fót í sínu landi, svona staði sem hinn almenni ferðamaður sækir ekki.

Í lokin vildi hann taka sérstaklega fram að „það er alltaf logn á Ísafirði, jafnvel þó ekki sé flogið vikum saman vegna vestanvinda á flugvellinum, þá segir maður að það sé alltaf logn“.
Ingibjörg Snorra

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir