Fær ævilangt fangelsi

Fritzl leiddur fyrir dómara í dag. Mynd: Austria Presse Agentur
Joseph Fritzl var í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir þau hræðilegu brot sem hann framdi gegn dóttur sinni sem hann hélt fangelsaðri í 24 ár.
Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum.  Mest vó dómurinn sem hann fékk fyrir að hafa orðið nýfæddu barni sínu og dóttur sinnar að bana af gáleysi. En hann var einnig ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og þrælahald. Fritzl mun afplána dóm sinn í sérstöku fangelsi fyrir geðsjúka glæpamenn.

Ákæruvaldið fór fram á hæsta mögulega dóm fyrir brot Fritzl en allir í kviðdómnum voru sammála um sekt hans þegar úrskurðurinn var kveðinn upp.

Það er ólíklegt að Fritzl mun geta um frjálst höfuð strokið það sem eftir er af ævi hans, en talsmaður réttarins sagði við blaðamenn að „hann gæti fræðilega séð losnað út eftir 15 ár en þegar að því kæmi þyrftu þrír dómarar að taka málið fyrir og ákveða það”. En þessi möguleiki verður að teljast mjög ólíklegur í ljósi alvarleika þeirra glæpa sem hann framdi.

NY Times greindi frá þessu í dag

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir