Fáránlegt útspil hjá já.is

Símaskráin
Já hefur látið hanna og framleiða límmiða til að líma á forsíðu símaskrár síðasta árs. Á forsíðunni er mynd af Agli Einarssyni og fimleikastúlkum í Gerplu.

Á forsíðunni er mynd af Agli Einarssyni og fimleikastúlkum í Gerplu. Tilgangur límmiðanna er að gera fólki kleift að líma yfir Egil Einarsson. "Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska," staðfestir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri og sviðsstjóri hjá Já.

Enn einn skrípaleikurinn í Íslensku þjóðfélagi er kominn í loftið. Guðrún María framhvæmdarstjóri Já.is hefur látið útbúa límmiða til þess að fólk geti límt yfir andlit Egils ("Gillz") Einarssonar í framhaldi af því að hann var kærður til lögreglu fyrir tvö kynferðisafbrot.

Ekki hefur verið dæmt í málinu hjá Agli og því er þetta ótrúlegt útspil frá Guðrúnu sem var á sínum tíma gagnrýnd mikið fyrir það að setja Egil sem andlit Já.is.
Að mínu mati hefur Guðrún náð sögulegum botni í sínu starfi fyrir Já.is með þessu útspili.

Ef maður vill ekki símaskránna þá.

1. Tekur maður hana ekki
2. Ef maður á eina slíka þá er alltaf hægt að henda henni í ruslið

Það virðast engin takmörk fyrir því hversu heimskulegar ákvarðanir er hægt að taka og vekja athygli á.

ps. Hvaða mynd skildi vera á nýju límmiðunum

Brynjar Eldon Geirsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir