Feðraveldi eða feimnar konur?

RedHorse

„Konurnar halda sig til hlés“, segir Shay RedHorse Dupris. Shay er nemandi við Washington háskólan í Seattle, þar sem aðalviðfangsefni hans eru rannsóknir á Amerískum indjánum og umhverfis vísindi.

Shay hefur tekið tekið eftir talsverðum mun á menningu hér á Íslandi og í heimalandi hans. Fólk er ekki mikið fyrir að biðjast afsökunnar eða láta vita af sér eins og Bandaríkjunum t.d. þegar fólk er fyrir hvort öðru eða þegar það rekst í hvort annað. Fólk heldur bara áfram og einbeitir sér að því sem það var að gera.

Honum finnst hann finna fyrir mátti feðraveldisins á Íslandi. „Fólk hefur verið mjög indælt og opið fyrir því að svara spurningum frá mér, hins vegar þegar ég spyr hóp sem inniheldur bæði karla og konur, þá eru það alltaf karlarnir sem svara spurningunum og konurnar halda sig til hlés“, segir Shay. Hann velti því fyrir sér hvort það sé út af feðraveldinu eða hvort að konurnar hefðu bara ekki áhuga á að svara spurningum hans.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir