Félagsvísindasviđ eftirsóttasta deildin

Háskólinn á Akureyri var stofnaður 1987 og markaði þáttaskil í menntunarsögu landsins. Skólinn þjónustar allt landið og leggur sérstaka áherslu á fjarnám. Mikið hefur borið á að nemendur frá höfuðborgarsvæðinu leitist eftir inngöngu í skólann bæði í fjar- og staðnám.

Undanfarin ár hefur færst í aukana að stúdentar frá öllum landshornum leitist eftir því að stunda nám við Háskólann á Akureyri en nemendur laðast einna helst að því hversu persónulegur og einstaklingsmiðaður hann er. Skólinn hefur þrjú kennslusvið, þau eru heilbrigðisvísindasvið, hug- og félagsvísindasvið og viðskipta- og raunvísindasvið.


Möguleiki á að komast í háskólanám án stúdentsprófs

Almennt inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærilegt nám en nemendur eldri en 25 ára eiga möguleika á að komast inn í skólann með 90 framhaldsskóla einingar. Hver deild hefur völ á því að taka inn 10% nemenda með áðurnefndri undanþáguaðferð. Eru þá þeir valdir sem eru með flestar einingar. Vandamálið er aftur á móti að borið hefur á því að þeir nemendur sem hafa ekki lokið stúdentsprófi eiga oft í meiri erfiðleikum með námið en þeir sem hafa þann forgrunn sem til þarf. Um þessar mundir er heilbrigðisvísindasvið að vinna að  því að semja aðgangsviðmið fyrir deildina, en deildin leggur mikla áherslu á að meta þann forgrunn sem umsækjendur hafa, þ.e.a.s það er sérstaklega skoðað í hverju einingarnar felast svo að öruggt sé að þeir hafi þann grunn sem þeir þurfa. Það hefur sýnt sig að það getur reynst nemendum erfitt að hefja nám í hjúkrun sem ekki hefur tilætlaðan grunn. Það getur leitt til þess að námið verði fullt af streitu og nemendurnir finna fyrir óþarfa pressu sem getur orðið til mikillar vanlíðunar í námi.


Fækkun í Kennaradeild

Félagsvísindasvið er lang eftirsóttasta deildin en umsækjendur sem greiddu skólagjöld og hófu nám voru 172 haustið 2013. Undir hug- og félagsvísindasvið falla félagsvísindi, fjölmiðlafræði, nútímafræði, kennarafræði, lögfræði og sálfræði. Undanfarin ár hefur umsækjendum í kennaranám fækkað verulega, bæði hér í Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands, en síðastliðið haust hófu 21 nemandi grunnnám við Háskólann á Akureyri. Auðlindadeildin, sem fellur undir viðskipta- og raunvísindasvið og hefur verið lang fámennust undanfarin ár en nú síðastliðið haust voru einungis níu nýnemar.


Félagslífið við skólann er einstaklega ríkt. Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri eða FSHA er félag fyrir alla nemendur skólans. Félagið hefur yfirsjón með allskonar atburðum, t.d skemmtana og íþrótta viðburðum og hver deild háskólans hefur sitt félag. Það eru reglulega skemmtilegar uppákomur í skólanum bæði innan og utan hefðbundins skólatíma. Saman gera fjölbreytt nám skólans og virkt félagslíf Háskólann á Akureyri kjörinn fyrir stúdenta sem vilja fá sem mest út úr háskólareynslunni.


- Olga Katrín, Eyleif Þóra, Hulda Björk, Edda Björg


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir