Ferð í Hlíðarfall með fjölskylduna

mynd: google.com

Vinafólk mitt kom og dvaldi hér á Akureyri um síðustu helgi. Þau komu með skíði með sér og skelltu sér í fjallið. Þau þökkuðu þó fyrir að hafa ekki komið með börnin með sér því að það að fara á skíði væri eitthvað sem væri ekki gert oft vegna þess hversu dýrt það væri.


Ég vildi nú ekki trúa því að það væri svo dýrt að skella sér á skíði með fjölskylduna en þegar ég fór að skoða verðskrána þá sá ég hvað þau voru að tala um.

 Mig var nefnilega búið að langa að skreppa með mína fjölskyldu í fjallið en hætt snarlega við eftir þennan lestur.

Við eigum ekki skíðabúnað og því væri fyrsta skrefið að leigja búnað. Fyrir fullorðna kostar pakkinn það er að segja skíði, stafir og klossar 3500 krónur í einn dag. Fyrir ungling kostar heildar pakkinn 2750 krónur í einn dag og fyrir barn er pakkinn á 1850 krónur.

Semsagt fyrir utan olíuna á bílinn upp í Hlíðarfjall kostar bara leiga á búnaði fyrir okkur 13450 krónur. Svo eru það lyftukortin. Fyrir fullorðna kostar dagurinn 3100 krónur og fyrir börn 950 krónur og því er heildar verð fyrir lyftukort fyrir mína fjölskyldu 9050 krónur. Þannig að núna fyrir utan olíuna á bílinn er pakkinn kominn upp í 22.500 krónur sem þyrfti að leggja út til að geta farið með fjölskylduna á skíði í einn dag.

Auðvitað eru fleiri staðir sem leigja skíði og auðvitað hægt að kaupa skíði líka. En kannski einfaldast að geta leigt búnaðinn á svæðinu. Svo er hægt að velja um að dvelja styttra og einnig að velja bara Hólabrautarsvæðið svona þegar kemur að lyftukortunum.

En þrátt fyrir það finnst mér þetta verð vera mjög hátt og allavega ekki á dagskrá hjá mér á næstunni að skella mér í fjallið með fjölskylduna.

Ólöf Sólveig Björnsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir