Ferðamenn lífga upp á mannlífið

Ferðamenn við Sólfarið

Á göngu um miðborgina sést hvaða staðir njóta mestra vinsælda: Hallgrímskirkjan trónir þar ofarlega á lista en hvort sem klukkan er sjö að morgni eða ellefu að kvöldi eru ferðamenn að munda myndavélarnar fyrir utan þessa fallegu kirkju. Sólfarið er líka afar vinsælt og greinilegt er að Harpa, vekur athygli. Ekki má gleyma pylsuvagninum Bæjarins bestu í Tryggvagötu en þar er biðröð alla daga og erlendir ferðamenn oft í meirihluta.

Þegar borgarbúar eru á leið til vinnu á morgnana má gjarnan sjá ferðamenn hoppa léttstíga upp í langferðabíla sem flytja þá á vit ævintýra úti á landi og á kvöldin njóta norðurljósaferðir sífellt meiri vinsælda.

Alla daga má svo sjá léttfætt ferðafólkið draga á eftir sér ferðatöskur ýmist upp eða niður Njarðargötuna á leið til eða frá Umferðarmiðstöðinni. Fólk á ferðalagi  lífgar svo sannarlega upp á mannlífið í borginni. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir