Fermingarnar byrjaðar

Myndataka: Bergþóra A Hilmarsdóttir
 


Fermingartíminn er runninn upp  í höfuðborginni

Það er alltaf jafn gaman að taka þátt í þessari stund með barninu og fjölskyldu þess þar sem  þessi stund í lífi barnsins er alltaf jafn skemmtileg og minningin lifir lengi, þau eru líka svo spennt og glöð fyrir deginum, að ekki sé talað um að þetta er fyrsti vísir að því að barnið sé að ganga í fullorðinna manna tölu.  Dagurinn byrjar með miklum undirbúningi þar sem stórfjölskyldan er skrúbbuð hátt og lágt, það er lagað hár á öllum fjölskyldu meðlimum þar sem enginn vill fara úfinn í kirkjuna, að því búnu er klætt sig í sparidressið og haldið  í kirkjuna þar sem fjölskylduskarinn situr svo  prúðbúinn og nýstrokinn á bekkjunum, fermingarbörnin eru upp stillt og vel strokin í tilefni dagsins á sínum bekkjum og  þau taka stundina hátíðlega, presturinn messar yfir þeim og beinir á rétta braut, og óskar að því búnu öllum velfarnaðar í lífinu.  Upp hefst þá mikið myndavélabrjálæði þar sem foreldrar, ömmur, afar, systkini og atvinnuljósmyndarar smella af án afláts til að ná nú rétta augnablikinu rétta svipnum af englaandlitinu í hvíta kirtlinum (fermingarbarninu). Fermingin er afstaðin og kveðjuóskum rignir yfir fermingarbarnið og fjölskyldu, sem stollt ganga út og halda til veislu sem er annað hvort í heimahúsi eða í sal úti í bæ, þar sem notið er nærveru ættingja og vina sem leysa barnið út með gjöfum um kvöldið getur svo litla fermingarbarnið getur lagt höfuðið sitt á koddann og hugað að öllu því sem á daginn hafði drifið. 

Bergþóra Andrea Hilmarsdóttir

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir