Fjarđarheiđargöng, ekki nauđsynleg??

Er algjör hneisa að biðja um göng í gegnum hæsta fjallveg landsins? Vegur sem er eina leið bæjarbúa út úr bænum og marga daga á ári ófær.
Yfir þrjátíu bæjarbúar þurfa að komast yfir heiðina á hverjum degi vegna vinnu. Einnig er mjög mikilvægt að heiðin sé greið vegna nauðsynlegrar læknisaðstoðar ef upp kæmi slys.

Eins og landsmönnum ætti að vera kunnugt er „almennilegt” vetrarveður víða um land þessa dagana og samgöngur ganga upp og ofan eftir því. Við þessar aðstæður er ekki úr vegi að hugsa um aðstæður þeirra sem þurfa oft að fara yfir illviðrasama fjallvegi, eins og Seyðfirðingar þurfa að gera yfir Fjarðarheiði. 
Fjarðarheiði er hæsti fjallvegur landsins en samt ganga alltaf aðrar gangaframkvæmdir fyrir þessari heiði. Sem dæmi má nefna, að í samgönguáætlun sem út kom í lok ársins 2011, voru göng um Teigsskóg við Barðaströnd á áætlun, leið sem er um 180 metrar yfir sjávarmáli. Fjarðarheiði er 600 metrar yfir sjávarmáli. Er brýnna að gera göng svo að þreyttir borgarbúar í sumarbústaðardvöl verði fyrir minni áhrifum af hávaða og mengun heldur en að Seyðfirðingar komist út úr bænum ef þeir þurfa til dæmis að sækja læknisaðstoð á Norðfjörð eða til Reykjavíkur. Maður spyr sig.
Fjarðarheiði var í gær sögð fær og margir lögðu leið sína yfir hana, þar sem hún er jú eina leið Seyðfirðinga úr firðinum. Margir sækja vinnu yfir hana, til dæmis á Reyðarfjörð og Egilsstaði. Bara í gær eru dæmi um fólk sem festist nokkrum sinnum á þessari 24 kílómetra leið og var um þrjár klukkustundir að komast yfir.
Sem Seyðfirðingur veit ég hvernig það er, marga mánuði ársins, að þurfa að hugsa í hvert skipti sem maður ætlar að skreppa úr bænum, „hvernig ætli heiðin sé í dag?” En maður leggur oftast í hana og athugar hvernig fer. Oft gengur vel og maður kemst yfir, maður er auðvitað orðinn þaulreyndur í að bregðast vel við skafrenningi og blindbil. En stundum hefur það gerst að maður þarf að stoppa, hlaupa út til að athuga hvort maður komist lengra eða hvar vegurinn sé eiginlega þegar maður sér ekki stikurnar lengur.
Vert er að spá í þessu ríkisstjórn.

Hrefna Sif Jónsdóttir

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir