Fjarđarheiđi opnuđ aftur í gćr eftir nokkura daga ófćrđ

Séđ niđur á hluta Fjarđarheiđinnar frá Skíđasvćđinu í Stafdal. Mynd:HSJ
Vegagerðin náði loks að opna Fjarðarheiði í gærmorgun, sunnudag eftir að heiðin hafði verið ófær frá því miðvikudagskvöldið síðastliðið. Þetta getur verið mjög hættusamt þar sem Seyðfirðingar þurfa að komast yfir heiðina ef til kemur að þeir þurfi á sérstakri læknisaðstoð að halda eins og í mörgum slysum eða neyðartilfellum.

Á Seyðisfirði búa margir sem sækja vinnu og skóla yfir heiðina á nærstaði, eins og Egilsstaði og Reyðarfjörð. Þeir komust ekki til vinnu alla þessa daga, sem er auðvitað ekki boðlegt.
Síðustu dagar hafa sýnt enn og aftur hversu bráðnauðsynleg göng eru fyrir Seyðfirðinga og nærsveitunga. 

Mbl.is hafði samband við sóknarprestinn á Seyðisfirði, Cecil Haraldsson, hann svaraði nokkrum spurningum fréttamannsins. 
Hann sagði að mönnum þætti auðvitað ekki þægilegt að vera innilokaðir og að þetta hafi verið óvenju langvarandi.
Það kom sem betur fer ekki til stórslysa í þetta skiptið en á laugardeginum kom fram í fjölmiðlum að það væri orðið brauðlaust.
Það er auðvitað það hrikalegasta við þetta allt saman, að geta ekki farið út í búð og keypt brauð. Maður veltir fyrir sér hvort að fólk sem ekki hefur sjálft séð slíkan snjóbil og ófærð fatti ekki alvarleika málsins. 
Ef svona ástand kæmi upp oft á vetri til þá gæti þetta auðveldlega endað með hrikalegum afleiðingum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir