Fjarkennsla

Þorsteinn Jóhannsson

Ég valdi Háskólann á Akureyri vegna þess að þar er boðið upp á frábært fjarnám. Það er lagður mikill metnaður í það að gera námsefnið aðgengilegt fyrir fjarnema og kennsla er almennt góð. Ástæðan fyrir því að ég valdi að fara í fjarnám er sú að ég hafði sett fyrir mig að fara í fjölmiðlafræði og Háskólinn á Akureyri var besti kosturinn til þess náms.

Það er ekki alltaf auðvelt að vera í fjarnámi. Þú þarft að vera gríðarlega agaður til þess að geta sest einn fyrir framan tölvuna og byrjað að læra. Hins vegar eru algjör forréttindi að geta bæði stoppað fyrirlestur og að spóla til baka ef að maður náði ekki alveg því sem var verið að segja. Ef að ég væri spurður þá myndi ég hiklaust mæla með fjarnámi fyrir hvern sem er. Ef að þú hefur áhugann á að læra eitthvað þá skiptir ekki máli þó að þú farir í tíma eða hlustir á hann í tölvunni. Ég er svo heppinn að einn besti vinur minn er einnig í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri og við hjálpumst mikið að. Það er gott að vera að horfa á fyrirlestrana saman og ræða svo um þá þegar þeir eru búnir. Við lærum alltaf saman fyrir próf og vinnum saman hópverkefni.

Það er auðvitað helling sem að maður er að missa af þegar maður er ekki í staðnámi. Það leiðinlegasta er að missa af félagslífinu. Maður kynnist ekki eins mörgu fólki þegar maður er í fjarnámi og getur auðvitað ekki tekið mikinn þátt í félagslífinu. Þó eru nemendafélögin að koma til Reykjavíkur þessa helgi sem ég skrifa þennann pistil og það er frábært framtak. Þá gefst þeim fjarnemum sem að eru á höfuðborgarsvæðinu tækifæri til þess að kynnast samnemendum sínum örlítið betur og skemmta sér á vegum nemendafélaganna sinna.

Þorsteinn Jóhannsson.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir