Fjármálahugtök í kindum séđ

Mynd af fjármagni
Síðan að við lentum í kreppunni (Íslendingar taka enga ábyrgð á ástandinu og síður en svo ég) hafa ýmis orð verið notuð af sérlegum fjármálafræðingum sem og sjálfskipuðum efnahagsráðgjöfum sem erfitt getur verið að skilja. Sjálf hef ég því miður ekki mikið vit á fjármálaheiminum þannig að ég var feginn þegar mér barst póstur með eftirfarandi útskýringum á þessum hvunndags hugtökum, nú loksins meikar þetta sens. Vona ég að listinn eigi eftir að gagnast lesendum eins vel og mér.
Þess er gaman að geta að Alþingi starfar eftir landbúnaðarlegu tímatali, lokið fyrir sauðburð, hefst eftir réttir.


Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap

Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur

Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur

Fégirnd: Afbrigðileg kynhneigð (Að girnast sauðfé)

Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket

Féhirðir: Smali

Félag: Lag sem samið er um sauðfé

Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé

Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki

Fjárdráttur: Samræði við kind

Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé

Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé

Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé

Fjármagn: Þegar margar ær koma saman

Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm

Fjármálaráðherra: Yfirsmali

Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda

Fjárnám: Skóli fyrir kindur

Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beitt fyrir plóg

Fjársöfnun: Smalamennska

Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin

Fjárvarsla: Það að geyma kindur

Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum

Fjáröflun: Smalamennska

Fundið fé: Kindur sem búið er að smala

Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli

Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og

ákveðið að bera á höndum sér

Hlutafé: Súpukjöt

Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum

Opinbert fé: Fé í eigu ríkisins

Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags

Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast

Tryggingafé: Öruggt sauðfé

Veltufé: Afvelta kindur


Eftirfarandi læt ég fylgja með þó þau tengist ekki fjármálaheiminum.

Félegur: Eins og sauður

Grímsá: Kind í eigu Gríms

Langá: Einstaklega löng kind

Norðurá: Kind að norðan

Sauðburður: Þegar handbært fé er borið að á milli staða

Þjórfé: Drykkfelldar ær

Þverá: Þrjósk kind

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir