Hugleiðing um fjarnám

Mynd: Lögreglan
Nám í félagsvísindum hefur blundað ansi lengi í mér og áhuginn á því viðfangsefni aukist jafnt og þétt hin síðari ár. Ég hef um 10 ára skeið starfað í „mekka“ félagsvísindanna, fyrst sem fangavörður og svo sem lögreglumaður undanfarin 6 ár. Hef ég kynnst einstaklingum úr öllum þjóðfélagshópum í þeirra daglega amstri og oft velt fyrir mér hvað valdi því að sumir ákveða að feta eina slóð umfram aðra. Er það því af forvitni um ástæður mannlegrar hegðunar sem félagsvísindasviðið varð fyrir valinu en einnig spilar inn í þörfin fyrir að bæta við þekkingu sem nýtist í leik og starfi.

Ég er búsettur á Stokkseyri við suðurströndina. Þar á ég mitt hús, sinni mínu starfi og hef skuldbindingar gagnvart dóttur minni sem býr hjá mér hálfan mánuðinn. Eru það þeir þættir sem réðu hvað mestu um að fjarnám varð fyrir valinu, enda illmögulegt að sinna fullu staðnámi með slíkar skuldbindingar. Hugmynd mín var að nýta frívaktir til þess að sinna náminu.

Fyrirkomulag námsins kom mér þó á óvart á margan hátt, þá sérstaklega hve þétt verkefnaskil fylgja náminu. Það er nokkur kúnst að halda sér við efnið og koma sér upp vinnulagi og námstækni. Ég tel það stóran galla að ekkier hægt að horfa á fyrirlestra í beinni útsendingu. Fyrirlestrarnir fara yfirleitt fram að morgni dags sem er oftar en ekki rólegasti tíminn. Getur það valdið ákveðnum vandamálum að þurfa að horfa á fyrirlestra eftir hádegi og skila verkefnum fyrir miðnætti sama dag.

Fjarkennslan er kærkominn kostur fyrir þá sem ekki geta rifið sig upp með rótum og standa þurfavið skuldbindingar af ýmsum toga. Á sama hátt er fjarnám varasamt þar sem auðvelt er að heltast úr lestinni og þarf talsverðan sjálfsaga og samviskusemi þar sem allt ytra aðhald er minna við eldhúsborðið en í skólastofunni sjálfri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir