Fjögur heilbrigð ljón fara sömu leið og Marius

Leifar af Marius í apabúri í dýragarðinum

Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn aflífaði, eins og heimsfrægt varð, gírafann Marius í febrúar síðastliðnum og gáfu hann ljónunum. Þessi athöfn vakti mikla athygli og harða gagnrýni víða um heim í kjölfarið. Nú hafa starfsmenn dýragarðsins lógað fjórum ljónum til viðbótar, tveimur ungum, einu fullorðins karldýri og einu fullorðins kvendýri. Dýrin voru talin við hestaheilsu en starfsmenn dýragarðsins hafa haft eftir sér að ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða hefðu þau líklegast verið drepin af karlkynsljóni sem er að vænta í garðinn innan skamms.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir