Fjölbreytt dagskrá Leikfélags Akureyrar framundan

Afinn

Þrjár býsna ólíkar en stórskemmtilegar og vinsælar sýningar verða í gangi hjá Leikfélagi Akureyrar á næstu vikum og um páskana þegar fjöldi landsmanna leggur leið sína til bæjarins. 

Þetta eru sjóræningjaleikritið Gulleyjan, Saga þjóðar með Hundi í óskilum og Afinn með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki sem sýndur verður skömmu eftir páska.

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Sigurður Sigurjónsson, birtist hér í nýjum sprenghlægilegum íslenskum einleik sem fær áhorfendur til að veltast um af hlátri. Afinn er hlýlegt gamanverk með stórt hjarta. Sýnt 12., 13., 21. og 22. april hjá Leikfélagi Akureyrar.

Miðasala og frekari upplýsingar um sýningar á www.leikfelag.is


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir