Fjöldamorðinginn Breivik sakhæfur

Mynd tekin af Google.is

Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns þann 22. júlí í Noregi í fyrra, hefur verið úrskurðaður sakhæfur og mun eiga yfir höfði sér refsivist, en það verður undir dómstólum komið. Vörn Breivik mun hafa miðast við að sýna fram á sakhæfi hans.

 Niðurstaða nýs sálfræðimats sem gert var á Breivik er að hann hafi ekki verið truflaður á geði þegar hann myrti með köldu blóði 77 manns flesta unglinga. sem er í samræmi við það sem búist var við.

Breivik hafði verið metinn ósakhæfur af tveimur sálfræðingum, sem töldu að hann væri með geðklofa og ofsóknaræði. Sú niðurstaða var þó nokkuð umdeild  í Noregi. Því var ákveðið að fá aðra sálfræðinga til að meta andlegt ástand Breiviks um miðjan janúar,  og nú þurfi að rannsaka hvernig á því standi að sálfræðingarnir hafi komist að svo ólíkum niðurstöðum.

Breivik hafði óttast að vera dæmdur ósakhæfur og lagði allt í það að sýna fram á hið gagnstæða. Þann 16. apríl mun dómari í máli hans skera úr um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. 

Breivik hefur beðið um að móðir hans verði ekki kölluð sem vitni verjanda og hefur lögfræðingur hans fallist á þá kröfu. Ekki er þó enn vitað hvort saksóknari muni kveða hana til en talið er að vitnisburður hennar geta eitthvað varpað ljósi á hvers vegna Breivik greip til þessa voða verks, en Breivik sem er fæddur 13. febrúar 1979 í Ósló,mun hafa búið hjá móður sinni frá 2006 og þangað til hann var handsamaður 2011. Ef Breivik verður dæmdur sekur, verður hann vistaður annaðhvort í fangelsi eða í öryggisgæslu því lífstíðarfangelsi er ekki til í Noregi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir