Fjölmennasta skíðamót landsins um helgina

Andrésar Andar leikarnir verða settir í 37. sinn á Akureyri miðvikudaginn 18. apríl. Leikarnir verða settir á Ráðhústorgi og skrúðganga verður frá Glerártorgi kl. 20:00. Keppendur á leikunum eru börn á aldrinum 7-14 ára frá helstu skíðafélögum landsins.

Keppnisgreinarnar eru svig og stórsvig, skíðaganga og í ár verður einnig keppt á snjóbretti, en það verður í fyrsta skiptið sem það er gert. 

Búast má við miklum fjölda gesta til bæjarins um helgina, bæði keppendum og aðstandendum þeirra. Andrésar Andar leikarnir hafa notið vaxandi hylli í gegnum árin og er lang fjölmennasta skíðamót landsins. Mótið hefur verið ungu kynslóðinni mjög kærkomið og hafa flest af okkar besta skíðafólki hafið feril sinn á þessu móti. 

Leikarnir munu standa yfir dagana 18. - 21. apríl og hægt er að nálgast heildardagskrá mótsins hér.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir