Fjölmiđlar og lýđrćđi: Herjólfur og Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn. (mynd/vev)
Málefni Herjólfs og Landeyjahafnar hafa fengið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum undanfarin misseri. Um er að ræða framkvæmd sem kostaði skattborgara fjóra milljarða króna og var ónothæf í um tvær vikur. Þetta kom sér illa fyrir Vestmannaeyinga og ferðamenn sem komust ekki til Eyja.
Þá bárust vörur ekki nokkra daga í röð þar sem Herjólfur er helsta flutningaleiðin til Vestmannaeyja. Þegar svona gerist vakna spurningar um af hverju framkvæmd sem þessi virkar ekki sem skildi. 

Það er blaðamanna og ritstjóra að ákveða hvernig skuli segja frá máli sem þessu og hvað skuli sagt. Í upphafi var aðeins sagt frá því sem Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, tilkynnti en ekki rætt við fólkið sem komst ekki til eða frá Vestmannaeyjum eða kaupmanninn sem fékk ekki vörurnar sínar. Eftir að nokkrir dagar liðu án þess að Herjólfur næði að sigla til Landeyjahafnar þá fór fréttum að fjölga. Fjölmiðlar fóru að segja frá því að nauðsynjar væru að klárast í verslunum, svo sem mjólk og brauð, og þá var talað við kaupmanninn sem lýsti yfir áhyggjum sínum á ástandinu. Þá var einnig talað um það að lyf sem áttu að berast með skipinu til Eyja yrði send með flugi við fyrsta tækifæri. 

Þó vekur það athygli að fréttir af þessu máli voru einsleiddar og meira var sagt frá mögulegum ferðum skipsins frekar en afleiðingum þess að skipið myndi ekki sigla. Það getur stafað að því að fjölmiðlarnir komust ekki til Vestmannaeyja eða að önnur dægurmál, svo sem málefni kirkjunnar, meint klámáhorf borgarstjóra eða hinn trúaði færeyski þingmaður sem vildi ekki setjast til borðs með forsætisráðherra og frú, þóttu merkilegri. 

Fréttir af vandamálum Herjólfs skipta almenning máli en þær geta einnig talist vænlegar fyrir fjölmiðla, þ.e. þetta er mál sem fólk vill lesa um og því eru meiri líkur að fólk fylgist með þessu máli. Fjölmiðlar eiga það til að fjalla um mál sem snerta lýðræðið ekki beint en taka málið fyrir því það mun selja blöð eða auka áhorf. Þarna er verið að ræða um mannvirki sem hefur kostað skattborgara um fjóra milljarða. Þetta eru upplýsingar sem snerta almenning og stjórnvöld og tengjast því lýðræðinu þar sem fólk vill fylgjast með því hvað fólkið sem það kaus til valda er að gera við peningana þeirra.

vev.  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir