Fjölsmiđjan

Myndin er tekin af vef Fjölsmiđjunnar eđa fjolsmidjan.is
Mig langar að beina athygli að frábærri framkvæmd Erlings Kristjánssonar forstöðumanns Fjölsmiðjunnar. Í Fjölsmiðjunni getur þú náð þér í allskonar varning, mublur, hljóðfæri, bækur, raftæki og annað á fáránlega litlu verði. Þetta er verslun með notaðan varning, hluti sem fólk hefur gefið niðureftir. Ég náði mér til dæmis í frábært eldgamalt rafmagnsorgel sem virkar fínt á aðeins 6 þúsund krónur, ég skil það eiginlega ekki ennþá því að fyrir fátækan námsmann er voðalega fjarlæg hugmynd að ná sér í orgel. Hægt var að fá þurrkara og ennþá flottara orgel sem kostaði heilum 2 þúsund krónum meira eða 8000 kr. Alveg lygilegt.
Ég mæli með því að fólk leggi til hliðar hrokann og opni augun fyrir því að hægt er að fá góða notaða hluti í kreppunni. Auðvitað einnig þegar ekki er kreppa en þegar minni peningar eru á milli handanna þá þarf að líta á alla möguleika.

Það sem mér finnst einnig alveg frábært er að Erlingur hjálpar unglingum sem eiga erfitt með að fá vinnu og býður þeim starf í Fjölsmiðjunni þar sem verkefnin eru ýmisleg, til að mynda er boðið upp á bílaþvott og heimsendingar á vörum.

Fjölsmiðjan er staðsett á Óseyri 1a á Akureyri og síminn þar er 414-9380. Einnig er hægt að fara á slóðina fjolsmidjan.is. Ég styð þetta framtak eindregið og legg til að þið leggið leið ykkar við og skoðið staðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir