Fjórđa lotan mín ađ baki og sú besta

Stútfullur skóli af visku bíđur Lotunemenda - Myndir Ingibjörg Snorra
Fjölbreytt og skemmtileg lota að baki og fallegt að horfa yfir Akureyri í dag, með hvítt teppi yfir sér allri. Kom fljúgandi norður síðasta sunnudag í þetta flotta veður, logn og blíðu.


Ég mætti í skólann snemma á mánudeginum og hófst kennsla í Mannfræði. Þessir tímar hreinlega fljúga áfram og ótrúlega margt sem maður lærir um hinn stóra heim í þeim. Farin að vorkenna mikið aumingjans fólkinu sem býr til kókaínið í Bólivíu og hvet í huganum bændur í Kína áfram að ekki sé talað um hetjurnar í eyðimörkum Afríku og svo mætti lengi telja.

Eftir hádegi tók við Fjórða valdið og kynnti „hópurinn minn“ ritgerð sína „Disabled Media“ sem skila á 31. okt. Tek á mig alla sök á þessu uppátæki, en við „göngu“ í púlt var reynt að spila „Heilsubælið í Gerðahverfi“ og voru tvö okkar með hækjur, einn með rautt hlustunartæki og einn með myndavél. Við komum þessu frá okkur og vorum alveg sátt og vorum allavega ekki rekin út.

Áttum líka gott samtal við kennarann um hin ýmsu mál, bæði við fjarnemendurnir sér og svo allur bekkurinn um kennsluna í vetur og eins eftir áramót, þó ekki kæmi beint niðurstaða, en munum halda áfram að koma með ábendingar. 

HA í morgun að lokinni lotu

Á þriðjudeginum  var mætt snemma og haldið áfram að hlusta á ritgerðarkynningar fram að hádegi, en ekki náðist að klára vegna tímaskorts, kennarinn mun endurskoða Lotuskipulag fyrir næstu lotu og vorum við öll sammála því.

Brunuðum beint í tíma til í Félagsfræði og haldið þið ekki að ég hafi verið svo heppin að fá að sjá fyrsta Office þáttinn minn. Áttum við að greina hann í tætlur, vorum í hópum og heppnin yfirgaf mig ekki, ég var með Office aðdáanda í hóp og kláruðum við þetta tímanlega.

Enn var mætt snemma á miðvikudagsmorgni, nú í Fjölmiðlarýni og áttum við að flytja gagnrýni okkar á þrjár myndir sem kennari hafði áður sent á okkur úr myndabókum ársins 2010 og 2011. Gagnrýni gekk vel, leið og beið og ekki kom að mér. Völundur ljósmyndari (Akureyri vikublað) mætti og hélt fínan fyrirlestur um ljósmyndir og fréttamyndir og svo hélt gagnrýnin áfram. Ég hélt ég myndi jafnvel bara sleppa, en nei, tekin upp síðust og tætti í mig hverja myndina á fætur annarri, en mér hreinlega líkaði engin þeirra, síðasta myndin var mér til mikillar furðu valin mynd ársins, úps. Kom þó ekki að sök, því við áttum bara að vera hreinskilin og segja það sem okkur fannst um myndirnar og afhverju.

Eftir hádegi var komið að fyrsta tímanum í hinu langþráða Prentfrelsi og vorum við fjarnemar búin undir allt, líka að vera bara send heim. Það var nú aldeilis ekki, kennarinn heillaði okkur upp úr skónum og fagið það mest krefjandi og lang mest spennandi af öllum þeim sem verið hafa hingað til með fullri virðingu fyrir öllu og öllum. Við eigum sem sagt að gefa út og vinna frá a-ö jólablað Akureyri vikublaðs og munum nýta til þess alla þá samskiptatækni sem finnst svo allt gangi vel. Það voru því sáttir nemendur sem dreifðust í allar áttir að lokinni lotu og tilhlökkun fyrir seinni helming annarinnar.

Til gaman má geta þess að hækjurnar, sem við notuðum í ritgerðarkynningu fengu nýja eigendur í gær, en við gáfum þær HA og fannst okkur dásamlega „Pollýönnulegt“ að einhverjir væru hoppandi glaðir yfir að fá hækjur. 

Ingibjörg Snorra

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir