Fjórir gistu í fangaklefa og bíll logaði

Akureyri

Mikið var um manninn í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags. Fjórir voru látnir gista í fangaklefa lögreglunnar á Akureyri í nótt vegna ölvunar og almennra leiðinda.

Það kviknaði í bíl við Sunnuhlíð á Akureyri í nótt. Eldurinn varð töluverður og sást hann langt að. Að sögn lögreglu gekk greiðlega að slökkva hann en bíllinn mun vera talsvert skemmdur. Talið er að það hafi kviknað í bílnum út frá rafmagni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir