Fleiri karlmenn á leikskólana

Leikskólinn Naustatjörn á Akureyri (Mynd: Akureyri.is)
Rúmlega 50 karlmenn útskrifast sem leikskólakennarar hér á landi frá árinu 1946 – Karlmenn settir í hlutverk riddara – Þeir þurfa að vera sterkir og vita hvar þeir standa.
Það hafa verið miklar umræður í samfélaginu síðastliðin ár um að reyna að fá fleiri karlmenn til að starfa sem leikskólakennarar. Það hafa ætíð verið mun fleiri konur í leikskólakennara stéttinni heldur en karlmenn. Anna Elísa Hreiðarsdóttir, leikskólakennari og lektor við kennaradeild HA, hefur skoðað ýmsar ástæður sem gætu legið á bak við þessa miklu kynskiptingu í leikskólum. Í fyrirlestrum sem hún hefur haldið koma fram sjónarhorn karlmanna sem starfa sem leikskólakennarar.

Frá árinu 1946 hafa rúmlega 50 karlmenn útskrifast sem leikskólakennarar hér á landi. Karlar 
sem sem velja sér starfsvettvang sem felur í sér uppeldi og umönnun þurfa oft að þola mikla fordóma. Það sama á svo við um konur sem sækjast í störf sem falla undir hin svokölluðu karlmannsstörf.

Karlmenn sem starfa sem leikskólakennarar hafa oft fengið neikvætt viðhorf frá samfélaginu. Það hefur marg oft sýnt sig að fáfræðin veldur fordómum auk hugsunarleysis, öfundar, hræðslu og óöryggis.

Samfélagið sem við búum í er með sterkar hugmyndir um hlutverk kynjanna sem reynist mjög erfitt að breyta. Karlmenn eru allt of oft settir í hlutverk riddarans sem berst við drekann. Það er undirliggjandi halli úr teiknimyndum og ævintýrum sem sniðin eru að börnum, staðalímyndirnar mjög sterkar í mörgum þeirra.

Þeir karlmenn sem voru menntaðir leikskólakennarar sem Anna Elísa hafði rætt við voru allir sammála því að þeir þyrftu að vera sterkir, hafa sterk bein og vita hvar þeir standi til að láta þetta allt ekki hrynja á sig. Þeir séu bara í þessu starfi því þeim langi það en ekki vegna kynjafræðinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir