Flottar íslenskar konur

Í dag 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.

Mér var hugsað til gangi mála hér á Íslandi. Fyrir hverju höfum við íslenskar konur að berjast? Við getum allt, ekki satt? Við erum sterkar , sjálfstæðar, ákveðnar og þær fallegustu í heiminum ekki satt?

Fyrir mér getum við gert allt – hinsvegar hefur það ekki alltaf verið þannig.  Og það er ekkert svo langt síðan að íslenskar konur gátu gert og leyft sér allt.  Til dæmis má nefna að;

162 ár eru síðan konur á Íslandi voru veittur sami erfðaréttur og sonum.

151 ár eru síðan að ógiftar konur, 25 ára og eldri, urðu sjálf- og fjárráða. Giftar konur voru það hinsvegar ekki.

138 ár eru síðan Kvennaskólinn í Reykjavík. Skólinn var fyrsta menntastofnunin sem bauð konum uppá formlega menntun.

132 ár eru síðan fyrsta konan söng einsöng opinberlega.

127 ár eru síðan fyrsta konan fékk að birta grein eftir sig í blaði hér á landi en það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hún  fékk greinina birta í blaðinu Fjallkonunni og fjallaði hennar grein um kvennréttindi.

112 ár eru síðan giftar konur fengu yfirráð yfir eigin tekjum og eignum.

Ekki eru nema 101 ár síðan alþingi samþykkti lög um fullan rétt kvenna til menntunar og að konur fengu rétt til embætta.

100 ár eru síðan fyrsta konan opnaði fyrstu hárgreiðslu- og snyrtistofu á Íslandi.

37 ár eru síðan lög voru sett um getnaðarvarnir og fóstureyðingar.

36 ár eru síðan sett voru lög um jafnrétti kvenna og karla.

32 ár eru síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti lýðræðislegra kjörins forseta.

Margt hefur áunnist á undanförnum 160 árum en eflaust ýmislegt sem betur mætti fara.

Ég er afar stolt af kvennréttindarbaráttunni hér á Íslandi og gæti ekki hugsað mér að búa í landi þar sem ég fengi ekki að vinna fyrir mínum eigin peningum og ráðstafa þeim sjálf, ganga í skóla og kjósa.

Ég er heppin að vera íslensk kona.

Kristín Þóra Jóhannsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir