Flug hafið á Aðaldalsflugvöll

Mynd: www.ernir.is

Í dag hóf flugfélagið Ernir flug milli Reykjavíkur og Húsavíkur en um er að ræða fyrsta áætlunarflug milli þessara staða í 12 ár.

Fyrsta flug Ernis á Aðaldalsflugvöll lenti klukkan 15:45 í dag og voru 300 Húsvíkingar mættir til þess að taka á móti henni. En boðið var upp á kaffi og með því í tilefni dagsins. Er þetta mikil samgöngubót fyrir Húsvíkinga og nærsveitunga því 19 sæta vél Ernis er einungis 45 mínútur að fljúga til Reykjavíkur. Undanfarin ár hafa bæjarbúar mátt sætta sig við að keyra á Akureyri til þess að fljúga suður.

Ernir hafa á áætlun 7 flug í viku til Húsavíkur og er áætlað að fljúga á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Hægt er að panta flug inn á heimasíðu Ernis HÉR.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir