Flýtilyklar
Flugfélagið sem rukkar fyrir útrými í farangurshólfi
Bandaríska flugfélagið United er farið að rukka farþega sem fljúga á ódýrastu flugmiðunum sérstaklega fyrir að nýta pláss í farangurshólfum fyrir ofan sætin. Farþegar eru beðnir um að nota einungis rýmið undir sætinu fyrir framan sig. Farþegar á ódýrastu miðunum munu þá heldur ekki geta pantað sér sæti fyrirfram og því miklir líkur á að þeir sem ferðast saman geti ekki setið hlið við hlið.
Áætlað er að þessi nýja tegund flugmiða auka ágóða fyrirtækisins um 550 milljarða næstu þrjú árin. Með þessari tegund flugmiða mun fyrirtækið hækka verð á farmiðum í næsta verðflokki og þannig græða á því sem áður voru ódýrustu miðarnir.
Fréttin birtist fyrst á Expressen: http://www.expressen.se/tv/livsstil/allt-om-resor/flygbolaget-infor-avgift-for-att-anvanda-bagagehyllan/
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir