Flugvél á flugi verður fyrir þremur eldingum í einu.

Farþegar vélarinnar heyrðu drunur og mikinn hávaða þegar eldingarnar lentu á vélinni. Áður höfðu nokkrir farþegar orðið varir við þung, dökk ský framundan og eftir drunurnar biðu eflaust margir eftir frekari vandræðum. Engin slík gerðu þó vart við sig og vélin lenti, áfallalaust, í Birmingham á tilsettum tíma. Þegar vélin var lent tilkynnti flugmaðurinn í kallkerfið að vélin hafi, eins og margir hefðu eflaust gert sér grein fyrir nú þegar, orðið fyrir eldingum.

                Flugvélin verður fyrir eldingum

Þessi mynd náðist af atvikinu og hefur eflaust verið óhugnaleg fyrir vitnin.

Þrátt fyrir að „flugvél varð fyrir eldingu" hljómi ógnvænlega eru verða flugvélar fyrir eldingum daglega út um allan heim. Vélarnar eru nægilega varðar til að þola eldingar og farþegar taka jafnvel ekki eftir því þótt elding skelli á vélinni. Engin flugvél hefur verið slegin niður af eldingu síðan árið 1967, en þær sem lenda í allra öflugustu eldingunum geta fengið á sig brunaskemmd, sem hefur þó ekki áhrif á flugið eða farþegana.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir