FM95BLÖ

Alla fimmtudaga klukkan 4 legg ég niður störf mín og kveiki á útvarpsþættinum fm95BLÖ með Auðunni Blöndal og Hjörvari Hafliðasyni og hlusta á þá frá klukkan 4 til 6.  

Hjörvar Hafliðason sem oftast er kallaður Hjöbbi Ká í þættinum, er fótboltasérfræðingur á stöð 2 sport. Ég vissi ekki mikið um hann fyrr en ég byrjaði að hlusta á þessa þætti, ég er ekki frá því að hann sé einn sá skemmtilegasti í útvarpi á íslandi í dag. Hann er ekki hræddur við að stríða viðmælendum sínum og er alltaf að skamma Audda fyrir að spila lög sem honum finnst vera ömurleg. Hjöbbi eyðir oftast nokkrum mínútum í að tala um uppáhalds tónlistamanninn sinn sem er Pitbull og er hann meðlimur í Pitbull klúbbi Íslands.

Alla fimmtudaga hringja þeir í grínistann Brján Breka sem leikinn er af Hjörvari. Þessir brandarar hans eru aulalegir, fólk annað hvort elskar hann eða hatar.

 

Hjörvar minnir mann stundum á Ólaf Ragnar úr vaktaseríunni, því hann er alltaf með nýja frasa sem eru oftast mjög skemmtilegir. Þessi þáttur höfðar til yngri kynslóðarinnar. Ég var í ræktinni um daginn að hlusta á þá og hló mikið af þeim, þá labbaðir eldri maður að mér og spurði hvað mér þætti eiginlega svona fyndið við þetta bölvaða bull og sagði mér að menn á fertugsaldri ættu ekki að haga sér svona í útvarpi.

Agnar Berg Þrastarson


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir