Jolie kona eigi einsömul

Á góðri stund

Leikkonan Angelina Jolie (32) á von fimmta barni sínu með hjartaknúsaranum Brad Pitt (44) en fyrir eiga þau dæturnar Shiloh og Zahara, og synina Maddox og Pax. Í kjölfar frétta af þungun Jolie bárust sögusagnir þess efnis að hjónaleysin hyggist festa ráð sitt áður en Valentínusardagur (14.febrúar) rennur upp. Þetta er annað barnið sem Jolie gengur með sjálf en Shiloh var hennar fyrsta, hin hafa þau ættleitt frá Asíu og Afríku.


Jolie hefur lengi látið sig málefni fátækari þjóða varða með mikilli vinnu og ýmsum styrkjum og er sérstakur sendiherra Sameinuðu Þjóðanna. Leikkonan knáa hefur verið talin ein kynþokkafyllsta og fallegasta kona heims og verið ofarlega í slíkum kosningum þegar hún hefur ekki hreppt efsta sætið.

Móðir hennar, Marcheline Bertrand, lést fyrir ári úr krabbameini en hún og faðir hennar, leikarinn John Voight, hafa loks náð sáttum eftir að hafa ekki talast við lengi. Ástæðan fyrir ósættinu var að Voight hvatti dóttur sína opinberlega til að leita sér hjálpar því hún gengi ekki heil til skógar. Þetta átti sér stað um það leyti sem hún var gift leikaranum Billy Bob Thornton, gekk um með blóð úr honum í litlu íláti um hálsinn og sagði hverjum sem vildi heyra að hún stundaði enga líkamsrækt, eina æfingin sem hún fengi væri kynlíf og nóg af því. Það má með sanni segja að stjarnan hefur róast.

Nokkrir skemmtilegir punktar:

Angelina Jolie Voight er fædd 4. júní 1975 og er örvhent.

Hún var módel áður en hún birtist í kvikmyndum og kom einnig fram í myndböndum listamanna á borð við Meatloaf og Lenny Kravitz. 

Jolie er með setninguna Quod me nutrit me destruit húðflúrað yfir magann, það þýðir „það sem nærir mig tortímir mér“.

Til að fela húðflúr á vinstri handlegg sínum með nafni fyrrum eiginmanns síns, Billy Bob Thornton, lét hún húðflúra hnit staðanna þar sem hún ættleiddi börn sín, Maddox og Zahara.

Sonur Jolie, Maddox, vill eingöngu spila fótbolta fyrir enska úrvalsdeildarliðið Liverpool og ber hún því sérstakar taugar til félagsins.

Sú Disney„persóna“ sem er hvað mest í uppáhaldi hjá henni er fíllinn Dúmbó.

Mynd af netinu 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir