Fólkiđ í sviđsljósinu

Britney í góđum gír

Eins og vanalega ganga um ýmsar getgátur um geðheilsu Britney Spears. Nýjasta tilgátan er sú að Britney sé í raun margir persónuleikar. Hún tekur stundum upp á því að tala með breskum hreim en aðrir persónuleikar sem komið hafa í ljós hjá henni nýlega eru grátandi stúlkan, dívan og óskiljanlega stúlkan. Aðstandendur hennar halda því jafnframt fram að hún muni ekki eftir neinu þegar hún kemur aftur til sjálfrar sín.

Breska poppstjarnan Lily Allen missti fóstur nú á dögunum og er hún að sjálfsögðu harmi slegin. Hún og kærastinn hennar, Ed Simons úr dúettinum The Chemical Brothers, höfðu greint frá því í desember að þau ættu von á barni. Allen var mjög spennt og ánægð með óléttuna og segist hafa hlakkað til að verða mamma. Parið var nýkomið úr rómantískri utanlandsferð þegar þessi sorglegi atburður átti sér stað.

Breska partýljónið Pete Doherty hefur aldeilis snúið við blaðinu. Hann er nú hættur allri fíkniefnaneyslu og einbeitir sér að fullu að þjálfun fyrir London-maraþonið. Eina vandamálið er að geirvörturnar hans eiga það til að nuddast við flíkurnar sem hann er í og það vill jafnvel blæða.  Hann hefur þá gripið til þeirra ráða að klæðast brjóstahaldara kærustu sinnar, Portiu Freeman, til að koma í veg fyrir frekari óþægindi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir