Forlát formannseinkenni

Tilhugalífið er eitthvað sem flestir hugsa sér sem eitthvað þægilegt og eðlilegt. Það virðist stundum gleymast að samskipti fólks eru langt frá því að vera eins einföld og t.d. sögur af sjónvarpinu sýna okkur.Fólk er mismunandi og þar með verða samskipti á milli fólks að vera sniðin hverjum og einum. Hafa skal í huga að það sem þú getur sagt við einn gæti sá næsti tekið sem leiðindi og móðgun þó það sé ef til vill alveg gegn þínum upphaflega vilja.

Ef fólk hins vegar á vel saman þá ætti ekkert að vera í vegi fyrir því að þeir aðilar sem eiga í hlut geti samsvarað sig frekar vel í samskiptum við hvorn annan og hitt á svipaða eða jafnvel sömu bylgjulengd alveg frá upphafi. Af gefni reynslu sem fólk ætti að kannast við á ekki að þröngva þessi samskipti því þá er verið að fara inná svæði hjá fólki sem það vill ekkert að sé verið að traðka á og verða menn að átta sig á því hvenær farið er yfir strikið og tími sé kominn til að hætta.

 Áfengi og aðrir vímugjafar eru mjög líklega áhrifamesti þátturinn í þessum skemmdarverkum tilhugalífsins. Þar eru allar líkur á því að maður kann sig ekki og veit stundum ekkert hvað maður er að segja fyrr en runnið er af manni og tilfiningar fólks hafa verið særðar en versta tilfiningin við það er sú sem menn upplifa sjálfir þegar þeir finna sjálfan sig eina skítþunna með samviskubit og fullir eftirsjá. Það er þá sem flestir myndu hugsa með sér að allt sé búið og það sé algerlega undir hinum aðilanum hvort fyrirgefning fæst. Svona hugsunarháttur er líklega í einhverjum tilfellum réttur en eins og ég kom að áðan þá er fólk mjög mismunandi og hefur mismunandi viðbrögð. Það sem líklegast væri best í svona stöðum er að biðjast afsökunar, reyna bæta upp fyrir mistök sín, læra að haga sér og sjá þá hvort hinn aðilinn hafi ennþá áhuga á að hefja tilhugalífið á ný. Ef það virðist raunin væri best að menn nýti sér þessa ömurlegu reynslu sína til góðs og byggji grunn að betri samskiptum sem reynist þeim betur í framtíðinni.

Taka skal fram að höfundur er með óþarflega mikla reynslu í lélegum samskiptum og biður alla lesendur að taka mark á orðum sínum.

 

Jóhann Skúli Björnsson


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir