Forseti Argentínu guðmóðir barns samkynhneigðra foreldra

Vildu Þakka stuðninginn

Stelpan sem er 2 mánaða gömul fékk nafnið Umma Azul. Hún var skýrð í kaþólskri kirkju í borginni Cordoba í Argentínu. Mæður hennar Carina Villarroel og Soledad Ortiz höfðu samband við forsetan og báðu hana um að verða guðmóðir Umma og vildu með því þakka henni fyrir stuðning hennar í réttinga barráttu samkynhneigðar þar í landi. Fernandes lögleiddi fyrir stuttu hjónaband samkynhneigðra í Argentínu þrátt fyrir mikið mótlæti og mótþróa frá kaþólsku kirkjunni. Kirkjan segist ekki hafa breytt afstöðu sinni til þessas málefnis þrátt fyrir hin nýju lög.

Páfinn

Francis páfi hefur látið hafa það eftir sér að öll börn megi vera skírð í kaþólskum kirkjum en hann hefur einnig þótt sýna meira umburðalyndi í málefnum samkynhneigðra og kirkjunnar heldur en fyrirrennarar hans gerðu. Francis Páfi sem kemur frá Argentínu var þó á sínum tíma sem erkisbiskup í Buenos Aires andvígur hjónaböndum samkynhneigðra.

Cristina Fernandes forseti Argentínu gat ekki mætt sjálf í skírnina en sendi fulltrúa í sinn stað.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir