Forseti Sevilla FC dæmdur í 7 ára fangelsi

Del Nido (Mynd: Fotbolti.net)
José María del Nido, forseti spænska knattspyrnufélagsins Sevilla FC, var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi í fyrra, fyrir hvítflipabrot ásamt borgarstjóra Marbella á Spáni.
Upprunalega óskuðu saksóknarar eftir lengri fangelsisvist, en eftir löng réttarhöld komust dómarar að þeirri niðurstöðu að hann þurfi að sitja inn í 7 ár.
Del Nido neitaði að stíga úr forsetastóli Sevilla vegna þess að hann var viss um að hann yrði ekki sakfelldur í hæstarétti, eftir að hann áfrýjaði fyrri dómi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir