Föstudagsfjör á fabrikkunni

Í maí síðastliðin opnaði Hamborgarafabrikkan á Akureyri. Mikil spenna ríkti meðal Akureyringa og það leyndi sér svo sannarlega ekki að norðlendingum hlakkaði mikið til að snæða þessa bragðgóðu borgara í heimabæ.

Fabrikkan er staðsett á neðstu hæð Hótel KEA þar sem gamla góða Terían var einu sinni. Þeir fabrikku félagar Sigmar Vilhjálmsson og Jóhann Ásbjörnsson sögðu í viðtali við Akureyri.net að það hefði ekki verið ætlunin að opna aðra Hamborgarafabrikku, en þegar þeir sáu gömlu Teríuna kolféllu þeir fyrir staðnum og þá var ekki aftur snúið.

Staðurinn á Akureyri er mjög svipaður þeim í Reykjavík. Verð og matseðilinn er sá sami, auk sérréttar sem er eingöngu fáanlegur á Akureyri sem er kallaður Teríusnitzel. Íslandsklukkan fræga er að sjálfsögðu á staðnum, auk ýmsa muna sem einungis er að finna á Akureyri. Meðal annars er risavaxin mynd af meistara Ingimar Eydal og bílnum hans, og verk eftir Tolla Morthens sem klæða veggi fabrikkunnar.

En fabrikkan ætlar að gera enn betur við gesti sína heldur en að bjóða uppá bragðgóða hamborgara og flottan stað. Á öllum föstudagkvöldum í haust mun Rúnar Eff mæta og sjá fyrir frábærri trúbador stemningu. Rúnar byrjar að spila klukkan 22 og er opið til miðnættis, því er tilvalið að byrja helgina á góðum mat og góðri tónlist. Auk þess eru frábær tilboð á barnum.

Að lokum skal minna á Hádegiskort fabrikkunnar. Þau gilda frá klukkan 11 til 14 alla daga. 10 hamborgarar á verði 9, eitt frítt gosglas og kokteilsósa eða bearnaisesósa í hvert skipti. Hádegiskortin eru fáanlega á fabrikkunni eða hjá stjórnum nemendafélaga í Háskólanum á Akureyri.

Nú er ekkert annað í stöðunni en að skella sér á fabrikkuna á föstudaginn. Heilsa upp á Ingimar, borða góðan mat, hlusta á ljúfa tóna og njóta sín í góðra vinahópi.
Borðpantanir í síma 575-7575 eða á
fabrikkan@fabrikkan.is

Fabrikkunni hlakkar til að sjá ykkur!

 

http://www.akureyri.net/frettir/2013/05/15/hamborgarafabrikkan-opnar-a-akureyri-i-dag/


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir