Föstudagurinn ţrettándi

Hjátrúin um óhappadaginn föstudaginn þrettánda er meðal útbreiddustu hjátrúa í heimi í dag.  Sálfræðingurinn Donald Dossey kallar þetta triskaidekaphobia, hræðsla við töluna þrettá. Hann telur að fólk læknist af þessum ótta um leið og það getur borið orðið fram.

Hjátrú þessa má rekja í reglu Musterisriddarana sem var upphaflega stofnuð árið 1118. Riddarnir fengu aðsetur í musteri í Jerúsalem og kemur nafn þeirra þaðan. Regla þessi var stofnuð til þess að vernda pílagríma sem ferðuðust til landsins helga, en tók einnig að sér umsjón eigna þeirra sem fóru. Þeir fengu þá skjöl sem þeir gátu notað í landinu helga til að taka út lausafé hjá fullrtrúum reglunar þar, með þessu varð hún nokkurskonar alþjóðabanki.  Reglan hagnaðist mikið á þessu og varð valdamikil víða um Evrópu. Margir aðalsmenn urðu stórskuldugir við regluna og orðrómar fóru á kreik sem vakti tortryggni hjá fólki. 

Árið 1307 hóf Filippus 4. Frakkakonungur ofsóknir gegn reglunni. Musterisriddararnir voru handteknir, pyntaðir og að lokum brenndir á báli. Þessar ofsóknir hófust föstudaginn 13 og telja margir hann því vera óhappadag. 


Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir