"Fötluđ" bílastćđi, fyrir hverja?

Á leið minni frá háskólasvæðinu áðan mætti ég kunningja mínum. Þar sem hann skakklappaðist með erfiðismunum á göngugifsinu sínu yfir klakahrönglið á bílastæðinu spurði ég hann hvers vegna hann legði ekki í stæði fyrir fatlaða upp við húsið?

Ég gerði það einu sinni þegar ég var á hækjunum, sagði hann, og var hundskammaður fyrir það. Ég geri það ekkert aftur, bætti hann við.

Ekki er langt síðan ég heyrði annan mann segja svipaða sögu. Hann fór þá með konunni sinni í búð og þar sem hún var nýkomin úr aðgerð og var á hækjum, lagði hann í stæði fyrir fatlaða við innganginn, enda var snjór og hálka og afleitt færi þann daginn. Þrátt fyrir að það væru mörg „fötluð“ stæði laus sagðist hann hafa verið skammaður fyrir að leggja þarna.

Mér er spurn, fyrir hverja eru „fötluð“ bílastæði ef ekki fyrir þá sem þurfa á þeim að halda? Væri ekki snjallt að fólk sem þarf að nota hækjur fengi skírteini með hækjunum sem leyfir því að nota sérmerkt stæði fyrir fatlaða? 

Borghildur Kjartansdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir