Frá smábćjargutta til atvinnumanns í knattspyrnu

Aron Einar Gunnarsson er nú orðinn flestum íþróttaáhugamönnum kunnugur en hann er að gera mjög góða hluti með Coventry í Championship deildinni en sú deild er jafnframt næst-efsta deildin á Englandi. Það sem býr hins vegar að baki þessum glæsilega árangri er elja, vinnusemi og viljinn til að ná langt

en það má með sanni segja að Aron hafi byrjað að skara fram úr frá unga aldri. Hann ólst upp í litlum bæ á Íslandi, á norðurhveli jarðar, nánar tiltekið á Akureyri: ,,Ég hefði ekki getað verið heppnari með bæ til að alast upp í. Þetta er frábær bær fyrir unga íþróttamenn þar sem íþróttamenningin á Akureyri er góð og mikið úrval af íþróttum. Aðstæðurnar eru svo að batna með hverju árinu og því eru sannarlega bjartir tímar framundan fyrir unga íþróttamenn á Akureyri.“

Aron ólst upp í Þorpinu og er því Þórsari í húð og hár. Það var þó ekki eingöngu hverfið sem ýtti honum út í að æfa með Þór þar sem foreldrar hans og sistkyni eru miklir Þórsarar og því kom aldrei neitt annað til greina. Aron byrjaði snemma í íþróttum og hafði að eigin sögn lítinn tíma fyrir eitthvað annað: ,, Ég einfaldlega gat ekki hætt þegar kom að íþróttum. Ég var náttúrulega í skóla (Glerárskóla) en íþróttirnar voru alltaf það sem kom fyrst upp í huga mér. Ég ráðlegg þó ungu fólki í dag að einbeita sér fyrst að skólanum þó svo  að ég haf ekki gert það. Ég var bæði í handbolta og fótbolta ásamt því að vera eitthvað aðeins í körfu þegar ég var yngri. Fyrir utan skólann og æfingar var ég svo alltaf í bolta með vinunum eða einn á sparkvöllum að leika mér.

Aroni fannst virkilega ánægjulegt að alast upp hjá Þór og þegar kemur að því að segja hver sé hans uppáhalds þjálfari hjá Þór þá segir hann það auðveldustu spurningu sem hann hefur fengið á ferlinum: ,, Páll Viðar Gíslason er náttúrulega legend í alla staði. Svo lærði ég einnig mikið af Dragan en  Palli er klárlega númer eitt.

Þegar Aron þroskaðist sem leikmaður og jafnframt sem einstaklingur þá þurfti engan kjarneðlisfræðing til þess að sjá að leið þessa efnilega leikmanns lægji í atvinnumennskuna og svo varð rauninn þegar Aron fékk samningstilboð frá AZ Alkmaar aðeins 17 ára gamall: ,,Hugur minn stefndi alltaf í atvinnumennsku. Ég hafði hinsvegar ekki mikið úrval eða mörg lið úr að velja. Loks kom svo AZ inn í dæmið, með Íslending í þeirra röðum (Grétar Rafn) og þá ákvað ég að slá til og demba mér út í djúpu laugina. Það var auðvitað erfitt að flytja út frá fjölskyldunni og vinunum en ef maður vill þetta nógu mikið þá verður maður bara að gera þetta, svo einfalt er það.“

Þegar Aron hugsar tilbaka er hann mjög sáttur með að hafa tekið þá ákvörðun að fara til Hollands og segir lífið í Hollandi hafa verið mjög gott: ,,Ég gat ekki beðið um betri klúbb og land til að þróa minn leikstíl sem fótboltamaður. Ég lærði svo rosalega mikið á þessum tveimur árum sem ég var þar og sé alls ekki eftir neinu. Það hjálpaði líka gríðarlega að hafa Grétar Rafn þarna að spila í sama liði og hjálpa mér að aðlagast. Ég var bara kjúlli þegar ég fór út og að hafa Íslending þarna til að hjálpa sér var algjör draumur.“

Þrátt fyrir að hafa tekið gríðarlegum framförum og vera nánast kominn í A landslið Íslands þá fékk Aron ekki fast sæti í aðalliði AZ. Sumarið 2008 fékk Aron svo himnasendingu þegar tilboð frá Coventry barst í kappann og hann var ekki lengi að taka þá ákvörðun að flytja sig yfir til Englands og spila með Coventry: ,, Mér fannst ég þurfa að færa mig um set fyrir minn feril. Ég var byrjaður að banka upp á dyrnar hjá landsliðinu og þá þarf maður að spila reglulega með félagsliði sínu. Ég fékk tilboð frá fleiri liðum og hefði getað hoppað upp í úrvalsdeild en vildi ekki detta í sama pakkann og í Hollandi þ.e.a.s. sitja á bekknum eða spila leiki með varaliðinu sem enginn horfði á. Maður þarf alltaf að taka allt svona í rétum skrefum og stefna hærra með tímanum.“

Það má með sanni segja að Aron hafi vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Championship deildinni í vetur  og er hann ómissandi byrjunarliðsmaður í liði Coventry. Lífið er því að leika við hann um þessar mundir: ,, Lífið hérna er mjög gott, mamma býr hérna hjá mér og sér um strákinn sinn. Ég er að spila alla leiki og þá líður mér best. Ég er líka kominn með kærustu hér svo að mér líður bara frábærlega þessa stundina.“

Það sér því enginn  fyrir hvert stefnir hjá Aroni, hann er að taka gríðarlegum framförum og nú síðast spilaði hann við úrvalsdeildarlið Chelsea og var manna bestur á vellinum. Það er væntanlega unun fyrir alla þá þjálfara sem hafa þjálfað hann í gegnum tíðina hjá Þór að sjá hann blómstra í atvinnumennskunni á Englandi og spyrja eflaust nokkrir sig hvort Aron skili sér einhvern tímann til baka. Hvað það varðar hefur Aron þetta að segja: ,, Ég bara veit ekki hvort ég flytji einhverntímann aftur heim. Ef ég kem heim til þess að spila bolta þá er það einungis Þór sem kemur til greina hjá mér.“

Blaðamaður Landpóstsins þakkar Aroni kærlega fyrir að taka frá tíma hjá sér til þess að svara þessu viðtali og óskum við honum góðs gengis í landsleiknum næstkomandi miðvikudag og skorum á hann að setja a.m.k. eitt mark gegn Skotunum

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir