Frábær viðundur hæst á lista

Kvikmyndin Fantastic Beasts and where to find them fékk 72 milljónir dollara á frumsýningarhelginni og ákveðið hefur verið að hefja nýja kvikmyndaseríu. Tvær aðrar myndir í sömu seríu eru staðfestar af rithöfundi og handritshöfundinum J.K. Rowling og vonast fyrirtækið Warner Bros til að myndirnar verði fimm í allt.

Nýja serían gerist þó nokkrum árum á undan undrabarninu Harry Potter. Aðdáendur galdraheims Rowlings kynnast galdramönnum og nornum í New York á tuttugustu öldinni. Jeff Goldstein, forseti innlendrar dreifingar hjá Warner Bros segir að: „...myndirnar á ekki að bera saman við Harry Potter, er það eins og að bera saman epli og eldaldin. Rowling gaf okkur (Warner Bros) ákkurat það sem við vildum og náði að skapa sögu sem að laðar aðdáendur töfraheimsins í bíóhúsin“.

Nú er að hefjast Þakkargjörðarvikan í Bandaríkjunum sem  venjulega dregur marga kvikmyndaunnendur í bíóhúsin út um allt land.

 

Féttin birtist á MSN: http://www.msn.com/en-us/movies/news/box-office-%E2%80%98fantastic-beasts%E2%80%99-debuts-to-magical-dollar75-million/ar-AAkx1fk?li=BBmkt5R&ocid=spartanntp


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir