Frábær meðganga!

Er þetta ekki yndislegt?

Það kom til tals í skólanum um daginn að minnsta málið við að eignast barn væri sjálf meðangan.

 Ég man að mér fannst þetta líka en málið er að þegar maður fær litla barnið í hendurnar þá á maður það til að gleyma ÖLLU því neikvæða sem gerst hefur síðastliðna mánuði.

 

  Þar sem ég er að síðustu dögum meðgöngunnar ákvað ég að skrifa niður nokkra punkta áður en ég lendi í alsæluminnisleysinu bæði til að minna mig á síðar meir og ykkur sem eigið börn.  En þið sem eigið engin börn, ekki lesa meira!!

 

Á fyrstu mánuðum meðgöngunnar breytist oft kynhvötin hjá konum, sem karlinum þykir eflaust miður, en deyfðin  gæti stafað af þreytunni, ógleðinni og uppköstunum! Þetta ástand varir ekki nema í svona 3 mánuði.

 

 Þá fer blessaði brjóstsviðinn að læðast upp að manni.   Þá er annaðhvort að fjárfesta í mörgum koddum eða bara vera flottur á því og kaupa sér rafmagnsrúm, því nú þarf konan að sofa sitjandi það sem eftir er meðgöngunnar eða vakna á klukkutíma fresti með brunaverk í hálsi og bringu.

 

Algengt er að konur finni fyrir svima en það stafar yfirleitt af blóðsleysi því nú er annar einstaklingur sem tekur mikinn hluta af mömmunni og þá er eins gott að hafa verið vel birgður af blóði.  Nú annars þarf að taka inn járn sem veldur miklu harðlífi og getur endað í  allsherjar gyllinæð, lekkert er það ekki??

 

Margar konur finna fyrir verkjum í mjóbaki og mjaðmagrind sem getur stafað út frá hormónunum sem slaka á liðböndunum. Sumar verða jafnvel það slæmar að þær geta varla hreyft sig. Það þekkið þessar konur á andargöngulaginu. 

Æðahnútar vilja birtast á fótleggjum, bara svona til að maður hafi eitthvað til að minnast meðgöngunnar og auðvitað slitið á maganum líka.  Núna er BARA fæðingin eftir!!

 

Elínborg Sigurðardóttir Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir