Frábćr ţjónustulund

Krua Siam

Í þjóðfélaginu í dag lendum við alltof oft í því að tuða yfir því sem betur má fara og hvað hlutirnir séu ómögulegir. Oft er það líka þannig að minna heyrist í okkur þegar þarf að hrósa fólki og okkur þykir eitthvað vel gert.

Ég hef oft lent í því að koma inn á bensínstöð eða í sjoppu korteri fyrir lokun og fá hátt ,,Ohhhhh” frá afgreiðslumanninum eða stúlkunni. ,,Hefuru aldrei heyrt um að vera tímanlega í því?” heyrist í afgreiðslumanninum sem ég bendi á að sé með auglýstan opnunartíma og mér sé frjálst að nýta mér hann eins og mér hentar. Sá er orðinn óþreyjufullur í að komast heim á slaginu sem hann læsir hurðinni og er voða fjærri vinalegheitunum.

Í framhaldi af því má ég til með að segja frá því er ég fór um daginn á Krua Siam á hádegishlaðborð. Þau voru þá nýbúin að breyta opnunartímanum í hádeginu og stytta hann þannig að aðeins var opið til kl.13.30 en ekki til kl.14.00 eins og áður tíðkaðist. Þar sem að ég og félagi minn komum að kl.13.28 vorum við ekki alveg vissir í því hvernig við ættum að snúa okkur.

Geðþekka frúin sem á staðinn og stýrir eldhúsinu leiddi okkur félagana þá inn fyrir og sagði okkur endilega að setjast. Nóg væri til og við þyrftum engar áhyggjur af þessu að hafa. Greinilegt var að einhverjir réttir í hlaðborðinu hefðu klárast en hún fór inn í eldhús og skellti fleiri rækjum í djúpsteikingu áður en hún bar þær á borð fyrir okkur, sauðina tvo sem sátum á læstu veitingahúsi utan opnunartíma.

Allan tímann sem við sátum þarna og borðuðum var hún hin hjálplegasta og vildi allt fyrir okkur gera. Við reyndum að afgreiða átið fljótt og örugglega og koma okkur burt til þess að valda ekki frekari óþægindum en vorum bara beðnir um að slaka á, við værum velkomnir. Frábær þjónustulund sem hefur valdið því að ef ég ætla út í hádegismat þá hugsa ég alltaf fyrst til Krua Siam.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir