Frábćr upplifun

Beđiđ međ eftirvćntingu
Þegar klukkan var að nálgast tíu í morgun tóku glaðleg leik- og grunnskólabörn, víðsvegar úr bænum, að streyma í miðbæ Akureyrar.

Tilefnið var að  flytja þrjú lög, sem nemendur hafa æft af miklu kappi undanfarið  og eru lögin:Kvæðið um fuglana, Krummi svaf í klettagjá og Eyjafjörður er fagur. Þetta er verkefni sem kallast Söngdagar og haldnir eru vegna 150 ára afmælis Akureyrarbæjar sem verður þann 29. ágúst. Starfsfólk leik- og grunnskóla Akureyrar hafa svo staðið að skipulagningu þessara daga.

Það var einbeiting og gleði sem einkenndi þennan fagra hóp sem stillti sér upp neðst í Skátagilinu, í sól og 6 stiga frosti, og ljóst var að mikil eftirvænting ríkti hjá krökkunum. Greinilegt var að allir höfðu lagst á eitt til að gera flutninginn sem glæsilegastan og þau börn sem Landpósturinn ræddi við sögðu að þónokkur tími hefði farið í æfingar að undanförnu. Krökkunum fannst þetta framtak mjög skemmtilegt og voru öll sammála um að það mætti gera meira af slíku.

Þeir áheyrendur sem fréttamaður ræddi við fannst öllum þetta vera frábært framtak og afskaplega gaman að sjá hversu vel þetta tókst og hvað krakkarnir stóðu sig vel. Margir vildu sjá meira af slíku eða eins og einn viðmælandinn sagði „frábær upplifun“. Fólk nefndi einnig að það hefði mátt auglýsa þetta betur.  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir