Fræga fólkið

Nýja útlitið
Ylvolgur slúðurpakki fyrir þá sem eru forvitnir um hagi ríka og fræga fólksins.

Söngkonan Amy Winehouse (24) er búin að láta makkann fjúka og prýða hana nú ljósir lokkar. Nýjustu fréttir herma að faðir hennar hafi áhyggjur af því að eiginmaður hennar til átta mánaða, Blake Fielder-Civil, hyggist sækja um skilnað. Blake hefur af mörgum verið talinn eiga stóran þátt í því hvernig farið er fyrir Winehouse en hún hefur mikið verið í fréttum vegna óhóflegrar fíkniefnaneyslu og óhugnalegs holdafars en holdinu er verulega ábótavant. 

Bond-gellan Halle Berry (41), sem á von á fyrsta barni sínu núna í mars, hefur notið meðgöngunnar en varð nýlega ljóst að áður en langt um líður þurfi hún að koma barninu í heiminn. Þetta olli leikkonunni miklum kvíða en hún þjáist af sykursýki og því eru meiri líkur en ella á því að vandamál komi upp við fæðinguna. Barnsfaðir Berry er módelið Gabriel Aubry (31).

Fyrrverandi eiginmaður Tinu Turner, Ike Turner (76) kvaddi þennan heim 12. desember síðastliðinn. Yfirvöld í San Diego hafa nú úrskurðað að of stór skammtur af kókaíni hafi dregið hann til dauða. Ike hafði lengi barist við fíkniefnadjöfulinn sem Tina segir í sjálfsævisögu sinni að hafi valdið miklum æðisköstum hans meðan á stormasömu hjónabandi þeirra stóð. Því er lýst í kvikmyndinni Whats Love Got to Do with It frá 1993 þar sem Angela Bassett sýnir stórleik í túlkun sinni á Tinu Turner og Laurence Fishburne á Ike.

Eddie Murphy (46) og eiginkona hans, Tracey Edmonds (40) eru nú skilin skiptum eftir tveggja vikna hjónaband en samband þeirra hefur staðið í ár. Murphy sagði samband sitt og Tracey byggjast á virðingu og vináttu. Innanbúðarmaður segir Murphy hafa verið ósáttan við þá staðreynd að Tracey vildi halda eftirnafni sínu sem hún hélt eftir skilnað sinn við söngvarann Kenneth „Babyface“ Edmonds (49). Honum var hún gift í 15 ár og eiga þau saman tvö börn. Murphy og Edmonds gengu í hjónaband á Bora Bora og hefur það ekki gildi í Bandaríkjunum. Þetta ætti því að ganga fljótt og vel fyrir sig.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir