Frétt og ekki frétt

Hvað er í fréttum?

Fréttaþorsti hefur fylgt manninum afar lengi. Auðfúsir gestir á bæjum voru þeir sem fluttu fréttir. Gjarnan var einnig spurt frétta. Í þá daga voru menn kannski meira að flytja fréttir af því hvernig áraði, hvort sprytti vel, hverjar væru helstu nýjungar og annað slíkt. En einnig var þá sem nú að fólk hafði gaman af því að heyra fréttir af öðru fólki. Kannski ekki hvort einhver rakaði sig undir höndunum eða ekki en frekar að hjónin á Hóli hefðu eignast myndarlegan dreng, eða að Gvendur grallari hefði rétt orðið úti í kuldakastinu á þorranum.

Þá sem nú er það ögn mismunandi hvað fólki finnst vera frétt. Sumir vilja harðar fréttir, staðreyndir um efnahagsmálin, afkomu fiskveiðiflotans eða hagnað bankanna. Aðrir hafa meiri áhuga á fólki, hvað það gerir og hvort það hneykslar einhvern eða fremur skammarstrik. En flestir eiga það þó sammerkt að vilja heyra nýjar fréttir og helst ekki að Gróa gamla á Leiti hafi farið miklum höndum um þær. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir